Milli mála er gefið út í opnu aðgengi eftir svonefndri demantaleið. Útgáfan er ekki hagnaðardrifin og engin þjónustugjöld eru rukkuð. Aftur á móti er birting þýðinga eftir atvikum háð leyfi rétthafa útgáfuréttar og hefur tímaritið einungis takmörkuð ráð til þess að standa straum af mögulegum kostnaði við birtingu á þýddu efni. Þýðendur skulu kanna hvort leyfi fáist fyrir birtingu þýðinga sinna og gætu þurft að greiða sjálfir þau gjöld sem rétthafar krefjast.

 

Allar ritrýndar greinar sem birtast í Milli mála hafa verið sendar í nafnlausa ritrýni hjá a.m.k. tveimur sérfræðingum á því fræðasviði sem greinin er á. Þetta á ekki við um þýðingar (og kynningar sem þeim fylgja), umræðugreinar og umfjöllun um bækur.

 

Höfundar skulu ganga þannig frá greinum sínum að þær séu tilbúnar fyrir ritrýni. Með því að senda ritstjórum grein til birtingar fellst höfundur á að hún fari í tvíblinda nafnlausa ritrýni sem felst í því að ritrýnar fá ekki upplýsingar um höfund og höfundar fá ekki upplýsingar um ritrýna. Ritrýnar skulu ekki hafa hagsmuna að gæta af birtingu eða höfnun greina sem þeir rýna. Höfundar skulu eftir atvikum bregðast við athugasemdum ritrýna.

 

 

Innsendar greinar (aðrar en þýðingar) skulu vera frumsamdar og áður óbirtar. Með því að senda grein til ritstjóra tímaritsins staðfestir höfundur að greinin hafi ekki verið birt annars staðar og að hún sé ekki til skoðunar hjá öðru tímariti eða útgáfu á sama tíma og greinin er í vinnslu hjá Milli mála.

 

Í rannsóknum sínum og skrifum skulu höfundar hafa að leiðarljósi heiðarleika og vönduð vinnubrögð og styðjast við viðurkenndar aðferðir. Allir skráðir meðhöfundar skulu hafa lagt af mörkum til rannsóknarinnar eða greinarskrifa. Tilgreina þarf alla styrki og annan fjárhagslegan stuðning við framkvæmd rannsóknar.

 

Með birtingu í Milli mála veita höfundar og þýðendur Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum leyfi til áframhaldandi birtingar í opnu aðgengi. Textann í umbroti Milli mála skal ekki birta annars staðar án skriflegs leyfis ritstjórnar Milli mála.

 

Athugasemdir um hvers kyns rangfærslur eða misferli skulu berast ritstjórum Milli mála; ritstjórn Milli mála bregst við öllum ábendingum um rangfærslum og misferli eins og viðeigandi þykir.