Milli mála birtir fræðigreinar á öllum sviðum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum málum, þ.á m. bókmenntum, málvísindum, þýðingafræði og kennslufræði erlendra tungumála. Allar fræðigreinar eru ritrýndar.
1. Almennt hefti Milli mála
Almennt hefti kemur út í desember árlega. Auk ritrýndra fræðigreina birtir tímaritið þýðingar og umfjöllun um bækur. Tekið er við greinum á íslensku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku og spænsku.
Skilafrestur greina er 1. apríl.
Fyrirspurnir og greinar skulu sendar til ritstjóra Milli mála:
- Geir Þórarinn Þórarinsson gtt@hi.is
- Þórhildur Oddsdóttir thorhild@hi.is