Greinakall Milli mála

Milli mála birtir fræðigreinar á öllum sviðum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum málum, þ.á m. bókmenntum, málvísindum, þýðingafræði og kennslufræði erlendra tungumála. Allar fræðigreinar eru ritrýndar.

1. Almennt hefti Milli mála

Almennt hefti kemur út í desember árlega. Auk ritrýndra fræðigreina birtir tímaritið þýðingar og umfjöllun um bækur. Tekið er við greinum á íslensku, dönsku, ensku, þýsku, frönsku og spænsku. 

Skilafrestur greina er 1. apríl.

Fyrirspurnir og greinar skulu sendar til ritstjóra Milli mála:

2. Sérhefti Milli mála

i) Sérhefti 2022 – Nýjar rannsóknir í annarsmálsfræðum og fjöltyngi á Íslandi 

Birna Arnbjörnsdóttir ritstýrir sérhefti um nýjar rannsóknir á Íslandi á sviði annarsmálsfræða og fjöltyngis.

Greinar skulu lýsa niðurstöðum nýlegra rannsókna í annarsmálsfræðum/fjöltyngisfræðum sem tengjast íslensku sem öðru máli og/eða íslensku í nábýli við önnur tungumál, t.d.:

  • eðli tvítyngis og fjöltyngis,
  • fjöltyngdri málnotkun í ræðu og riti,
  • fjöltyngdum samskiptum,
  • viðhorfum og tengslum tungumáls og sjálfsmyndar einstaklinga og málsamfélaga,
  • tungumálanámi utan og innan skóla,
  • kennslu og námi seinni og erlendra mála,
  • notkun tölva í tungumálanámi og -kennslu,
  • málstefnu (opinberri, málsamfélaga eða fjölskyldna)
  • eða öðrum rannsóknum í annarsmálsfræðum og fjöltyngi.

Skilafrestur greina í sérhefti er 20. febrúar 2022. 

Fyrirspurnir og greinar skulu sendar til ritstjóra sérheftis Milli mála 2022:

ii) Sérhefti Milli mála 2023 – Skáldið, taóið og dulspekin

Geir Sigurðsson ritstýrir sérhefti um þátt daoisma (taóisma) og dulspeki í verkum Halldórs Laxness, áhrif þeirra á hann og túlkun hans á þeim.

Forgang hafa greinar um tengsl verka Halldórs Laxness sjálfs við daoisma og aðra hugmyndastrauma sem almennt teljast til dulspeki. Þó verður einnig litið jákvæðum augum til innsendra greina um tengsl annarra íslenskra rithöfunda við daoisma og/eða dulspeki. Sem dæmi um viðfangsefni mætti t.d. nefna:

  • Birtingarmyndir daoisma í einstökum verkum Halldórs Laxness,
  • Skilning og túlkun Halldórs sjálfs á daoisma,
  • Önnur dulspekileg áhrif í verkum Halldórs,
  • Dulspeki og/eða daoismi í verkum annarra íslenskra höfunda.

Greinar skulu vera 5000-8000 orð á lengd, 1 1/2 línubil, Times New Roman. Um frágang greina, sjá https://millimala.hi.is/is/reglur-um-uppsetningu/

Skilafrestur greina í sérhefti er 13. janúar 2023.

Fyrirspurnir og greinar skulu sendar til ritstjóra sérheftis Milli mála 2023: