Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu
Milli mála – Journal of Language and Culture
ISSN 2298-1918 (prentuð útgáfa)
ISSN 2298-7215 (vefútgáfa)
Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu er alþjóðlegt veftímarit í opnu aðgengi gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (SVF) við Háskóla Íslands. Tímaritið kom fyrst út árið 2009, þá sem ársrit stofnunarinnar en var breytt árið 2012 í tímarit um erlend tungumál og menningu. Tímaritið er rafrænt og birtist árlega í Open Journal Systems vef Háskóla Íslands (https: //ojs.hi.is/millimala). Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, málvísinda, málakennslu og þýðingafræði en einnig birtir tímaritið þýðingar, viðtöl, ritdóma eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni. Sérhefti Milli mála eru helguð afmörkuðum viðfangsefnum og er ritstýrt af gestaritstjórum (sjá Greinakall).
Nánari upplýsingar um Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu má fá með því að senda tölvupóst á netfangið infovigdis@hi.is. Einnig má hafa samband við ritstjóra tímaritsins, Geir Þórarin Þórarinsson (gtt@hi.is) og Þórhildi Oddsdóttur (thorhild@hi.is).
Milli mála er einnig aðgengilegt á vefnum Tímarit.is: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pubId=1074&lang=is
Ritstjórn
Ritstjórar Milli mála:
- Geir Þórarinn Þórarinsson, aðjunkt í klassískum málum við Háskóla Íslands: gtt@hi.is
- Þórhildur Oddsdóttir, aðjunkt í dönsku við Háskóla Íslands: thorhild@hi.is
Ritnefnd Milli mála:
- Ásdís R. Magnúsdóttir, prófessor í frönsku máli og bókmenntum við Háskóla Íslands
- Erla Erlendsdóttir, prófessor í spænsku við Háskóla Íslands
- Gísli Magnússon, prófessor í dönskum bókmenntum við Háskóla Íslands
- Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku við Háskóla Íslands
- Þórhallur Eyþórsson, prófessor í enskum málvísindum við Háskóla Íslands
Alþjóðlega ritnefnd skipa:
- Emma Martinell Gifre, Universitat de Barcelona
- Jessica Ortner, Københavns Universitet
- Erik Skyum-Nielsen, Københavns Universitet
- Birna Arnbjörsdóttir, Háskóla Íslands
- Ástráður Eysteinsson, Háskóla Íslands
- Averil Coxhead, Victoria University of Wellington
- Peter Austin, SOAS University of London