
Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu er alþjóðlegt veftímarit í opnu aðgengi gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (SVF) við Háskóla Íslands. Tímaritið kom fyrst út árið 2009, þá sem ársrit stofnunarinnar, en fékk núverandi heiti sitt árið 2012.
Tímaritið er rafrænt og birtist árlega í Open Journal Systems vef Háskóla Íslands (https://ojs.hi.is/millimala).
Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, málvísinda, málakennslu og þýðingafræði en einnig birtir tímaritið þýðingar, viðtöl, ritdóma eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni.
Sérhefti Milli mála eru helguð afmörkuðum viðfangsefnum og er ritstýrt af gestaritstjórum (sjá Greinakall).
Milli mála birtir greinar á íslensku, ensku, dönsku, þýsku, frönsku og spænsku.
EFNISYFIRLIT
- Geir Þórarinn Þórarinsson og Þórhildur Oddsdóttir: Frá ritstjórum
RITRÝNDAR GREINAR
- Birna Arnbjörnsdóttir: Tölvutengd tungumálakennsla: Kennslufræði, árangur og möguleikar Icelandic Online námskerfisins
- Þórhildur Oddsdóttir, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Vár í Ólavsstovu, Eeva-Liisa Nyquist og Bergþóra Kristjánsdóttir: Når klodserne falder på plads: Ordforråd ved tekstlæsning – elevernes reaktioner
- Núria Frías Jiménez og Carmen Quintana Cocolina: Entre visillos: una propuesta didáctica para trabajar la novela de Carmen Martín Gaite con alumnado universitario no nativo
- Erla Erlendsdóttir og Oddný G. Sverrisdóttir: Kurz und bündig, raso y corto eða stutt og laggott: Um orðapör í þýsku, spænsku og íslensku
- Rósa Elín Davíðsdóttir: Pieux mensonge ou mensonge blanc? Les collocations dans les dictionnaires bilingues
- Yuki Minamisawa: Semantic Prosody in Icelandic: Focusing on the adverb gersamlega
- Danila Sokolov: “Pen, paper, inke, you feeble instruments”: The Precarity of Lyric Ontology in Elizabethan Sonnets
- Ásdís Rósa Magnúsdóttir: Um bókmenntaleg ævintýri í Frakklandi á 17. öld: „Hamingjueyjan“ og „Blái fuglinn“ eftir Madame d’Aulnoy
ÞÝÐINGAR
- Þórir Jónsson Hraundal: Ibn Miskawayh og frásögn hans af innreið víkinga í Kákasusfjöllum árið 943
- Ibn Miskawayh: Umsátur víkinga í Barda árið 943
- Rúnar Helgi Vignisson: Washington Irving og „Rip Van Winkle“
- Washington Irving: Rip Van Winkle
- Atli Harðarson: Ljóðið um ketti heilags Nikulásar eftir Gíorgos Seferis
- Gíorgos Seferis: Kettir heilags Nikulásar
- Erla Erlendsdóttir: Um Virgilio Piñera Llera
- Virgilio Piñera Llera: Órjúfanlegt samband
- Virgilio Piñera Llera: Læðan
HÖFUNDAR, ÞÝÐENDUR OG RITSTJÓRAR
- Geir Þórarinn Þórarinsson og Þórhildur Oddsdóttir: Höfundar, þýðendur og ritstjórar