Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu er alþjóðlegt veftímarit í opnu aðgengi gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (SVF) við Háskóla Íslands. Tímaritið kom fyrst út árið 2009, þá sem ársrit stofnunarinnar, en fékk núverandi heiti sitt árið 2012. Tímaritið er rafrænt og birtist árlega í Open Journal Systems vef Háskóla Íslands (https://ojs.hi.is/millimala). Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, málvísinda, málakennslu og þýðingafræði en einnig birtir tímaritið þýðingar, viðtöl, ritdóma eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni. Sérhefti Milli mála eru helguð afmörkuðum viðfangsefnum og er ritstýrt af gestaritstjórum (sjá Greinakall).
Milli mála birtir greinar á íslensku, ensku, dönsku, þýsku, frönsku og spænsku.

EFNISYFIRLIT Milli mála 2022(1) – sérhefti 

Þetta fyrsta sérrit Milli mála er helgað meginstraumum í annarsmálsfræðum. Áhersla er lögð á þær breytingar sem orðið hafa frá síðustu aldamótum. Ítarlega lýsingu á efni greinanna má lesa í inngangi Birnu Arnbjörnsdóttur.

EFNISYFIRLIT Milli mála 2022(2) 

Heftið sem hér birtist er annað hefti 14. árgangs. Að þessu sinni birtum við sex ritrýndar greinar um málvísindi, bókmenntir og þýðingafræði, auk einnar óritrýndrar greinar og tveggja þýðinga.

RITRÝNDAR GREINAR

ÓRITRÝNT EFNI

ÞÝÐINGAR

HÖFUNDAR, ÞÝÐENDUR OG RITSTJÓRAR