Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu er alþjóðlegt veftímarit í opnu aðgengi gefið út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum (SVF) við Háskóla Íslands. Tímaritið kom fyrst út árið 2009, þá sem ársrit stofnunarinnar, en fékk núverandi heiti sitt árið 2012.
Tímaritið er rafrænt og birtist árlega í Open Journal Systems vef Háskóla Íslands (https://ojs.hi.is/millimala).
Milli mála birtir ritrýndar fræðigreinar á sviði erlendra tungumála, bókmennta, málvísinda, málakennslu og þýðingafræði en einnig birtir tímaritið þýðingar, viðtöl, ritdóma eða bókakynningar eftir því sem rúm leyfir hverju sinni.
Sérhefti Milli mála eru helguð afmörkuðum viðfangsefnum og er ritstýrt af gestaritstjórum (sjá Greinakall).
Milli mála birtir greinar á íslensku, ensku, dönsku, þýsku, frönsku og spænsku.
EFNISYFIRLIT Milli mála 2022(1) – sérhefti
Þetta fyrsta sérrit Milli mála er helgað meginstraumum í annarsmálsfræðum. Áhersla er lögð á þær breytingar sem orðið hafa frá síðustu aldamótum. Ítarlega lýsingu á efni greinanna má lesa í inngangi Birnu Arnbjörnsdóttur.
Birna Arnbjörnsdóttir: Inngangur
Guðrún Theodórsdóttir og Søren Eskildsen: Nám íslensku sem annars máls utan kennslustofunnar: Yfirlit með kennslufræðilegu ívafi
Renata Emilsson Pesková: Kennsluaðferðir og nálganir í tungumálakennslu: Hvernig geta kennarar byggt á fjöltyngi nemenda?
Hanna Ragnarsdóttir: Leikskólabörn og tungumálastefna fjölbreyttra fjölskyldna þeirra: Notkun tungumála í tví- og fjöltyngdum fjölskyldum
Elín Þöll Þórðardóttir: Áhrif ensku á málkunnáttu unglinga sem hafa lært íslensku sem fyrsta eða annað mál
Auður Hauksdóttir: Danska og dönskunám á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum
Brynhildur Anna Ragnarsdóttir og Þórhildur Oddsdóttir: Við höfum námskrár en við notum þær ekki
Erla Erlendsdóttir: Orðabækur, tungumálanám og tungumálakennsla
Hólmfríður Garðarsdóttir: Innsýn og aukin færni: Að „lesa“ menningu þjóða með aðstoð kvikmynda
Oddný G. Sverrisdóttir: Gagn og gaman af styttra námi erlendis sem hluta af tungumálanámi á háskólastigi“
Kolbrún Friðriksdóttir: Framvinda og áhrifaþættir í opnum málanámskeiðum á netinu
Branislav Bédi og Kelsey Paige Hopkins: Kortlagning rafræns námsefnis í íslensku sem öðru máli fyrir börn og viðhorf fjölskyldna til notkunar á námsefni í sjálfsnámi barna
Anna Jeeves: Viðhorf nemenda til enskunáms í framhaldsskóla og gildis þess
Birna Arnbjörnsdóttir: Frá ensku sem erlendu máli til ensku sem kennslumáls á háskólastigi: Sjálfstæði í ritun
Averil Coxhead, Jennifer Drayton og TJ Boutorwick: Enskur orðaforði íslenskra enskukennara: Umfang og uppspretta
EFNISYFIRLIT Milli mála 2022(2)
Heftið sem hér birtist er annað hefti 14. árgangs. Að þessu sinni birtum við sex ritrýndar greinar um málvísindi, bókmenntir og þýðingafræði, auk einnar óritrýndrar greinar og tveggja þýðinga.
- Geir Þórarinn Þórarinsson og Þórhildur Oddsdóttir: Frá ritstjórum
RITRÝNDAR GREINAR
- Erla Erlendsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir, Núria Frías Jiménez: Drög að kortlagningu spænsku á Íslandi
- Erla Erlendsdóttir, Oddný G. Sverrisdóttir: Hönd í hönd, mano a mano, Hand in Hand − Enn og aftur af orðapörum
- Guðrún Björk Guðsteinsdóttir: Enskuglettur Káins
- Ingibjörg Ágústsdóttir: „Tillaga að lífi“: Um örlögin í Norðrinu og endursköpun Agnesar í Náðarstund eftir Hönnuh Kent
- Arnór Ingi Hjartarson: Laumast út um bakdyrnar: Höfundur og sköpulag konunnar í A hora da estrela eftir Clarice Lispector
- Rúnar Helgi Vignisson: Þegar þýtt er úr millimáli – Neyðarbrauð eða nauðsyn
ÓRITRÝNT EFNI
- Hélène Merlin-Kajman: Molière
ÞÝÐINGAR
- Geir Þ. Þórarinsson: Blíður leitar Amor ljúfra söngva: Um Mímnermos
- Mímnermos: Þýdd brot
- Rebekka Þráinsdóttir: Um Ísaak Babel
- Ísaak Babel: Pan Apolek
HÖFUNDAR, ÞÝÐENDUR OG RITSTJÓRAR
- Geir Þórarinn Þórarinsson og Þórhildur Oddsdóttir: Höfundar, þýðendur og ritstjórar